Ljósleiðari og smáspenna

Stór hluti starfsemi VV Verks er vettvangsþjónusta fyrir fjarskiptafyrirtæki. Í henni felast uppsetningar og tengingar á endabúnaði, routerum og myndlyklum. Við höfum þar af leiðandi gríðarlega reynslu af ídrætti og tengingum á innanhússlögnum sem og þráðlausum WiFi tengingum.

Blástur

Frá stofnun hefur VV Verk sérhæft sig í blæstri á ljósleiðara og hefur það alla tíð síðan verið einn af hornsteinum starfseminnar. Á þessum árum höfum við blásið vel á þriðja þúsund kílómetra af stofnstrengjum og heimtaugum. Frá árinu 2018 hefur VV Verk séð um allan blástur á höfuðborgarsvæðinu fyrir öflugasta fjarskiptafyrirtæki landsins, Mílu.